149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:27]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Við höfum við fátt að miða annað en upplýsingar frá Hagstofunni í þeim efnum. Hv. þingmaður er ekki með neina breytingartillögu þess efnis að gera eitthvað annað en það sem liggur fyrir. Mig langar að heyra hvernig hv. þingmanni líst á það sem komið hefur fram um þann vilja hv. þingmanna með breytingartillögu að hafa óbreytt frumvarp áfram á næsta ári sem myndi trúlega þýða 12,5 milljarða miðað við afkomu fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Hvernig hugnast honum hugmyndin, sem er í breytingartillögu sem liggur hér frammi, um að fara út í uppboð og að lokum, eftir 20 ár, verði allar aflaheimildir á Íslandi boðnar út? Hvernig heldur hann að það muni gagnast litlum og meðalstórum fyrirtækjum að fara þá uppboðsleið sem liggur fyrir sem breytingartillaga á veiðigjöldum?