149. löggjafarþing — 37. fundur,  23. nóv. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[11:57]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í síðustu viku kynnti Samfylkingin breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið, 17 breytingartillögur sem áttu að kosta 24 milljarða kr. Meðal vannýttra tekjuúrræða reiknaði flokkurinn með því að hækka veiðigjöldin. Nú liggur fyrir tillaga um að veiðigjaldið eigi fyrst og fremst að renna til stuðnings stjórnun og eftirliti með fiskveiðistjórnarkerfinu, það eru 5 milljarðar kr., en restin eigi að fara í uppbyggingarsjóð. Þá hlýt ég að spyrja, vegna þess að áætlað er að restin af veiðigjaldinu renni í uppbyggingarsjóð en ekki til þeirra tillagna sem Samfylkingin mælti fyrir í síðustu viku: Hvernig hefur Samfylkingin hugsað sér að mæta áhrifunum í fjárlögum eða í rekstri ríkisins á grundvelli þeirra tillagna sem hér eru lagðar fram um að skerða framlag til félagslega kerfisins, heilbrigðiskerfisins eða annars með þeim hætti að láta þetta renna í uppbyggingarsjóð?