149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

skipan Geirs H. Haarde í sendiherrastöðu.

[15:36]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Stutta svarið við þessu er nei. Almenna svarið er það að hv. þingmaður er fyrrverandi utanríkisráðherra. Margir slíkir hafa endað einhvers staðar í utanríkisþjónustunni. Einn er hjá alþjóðastofnun núna. Sú kona var einu sinni formaður Samfylkingarinnar. Aðrir hafa verið sendiherrar. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sem ég man eftir sat einu sinni sem sendiherra í Washington. Þannig að ekkert hefur komið fram á fundum okkar hv. þingmanns sem gaf sérstakt tilefni til þessa. Hann hefur kannski einhverjar væntingar í ljósi reynslu sinnar til þess að eitthvað slíkt geti gerst í framtíðinni, en það er ekki á grundvelli neinna loforða sem hann hefur fengið.