149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:12]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Okkur hefur orðið tíðrætt um orðið virðingu og mun verða um nokkurt skeið. En virðing felst ekki bara í því að tala vel um fólk og hugsa hlýtt til þess heldur líka að skipta þannig efnahagslegum gæðum að við getum gefið öllum tækifæri til að lifa með reisn og með sómasamlegum hætti.

En hér er verið að lækka veiðigjöld um 4 milljarða. Og stórútgerðin fær bróðurpartinn af því.

Hér sagði hæstv. forsætisráðherra áðan að útgerðarfyrirtækin væru næm fyrir breytingum en staðreyndin er sú að þeir sem minnst eiga í samfélaginu eru líka mjög næmir fyrir því hvernig við ráðstöfum samneyslunni og hvernig við högum henni.

Ég legg því til, og Samfylkingin ásamt Pírötum og Viðreisn, að þessu máli verði vísað frá, að við sýnum þjóðinni þá virðingu að nota næsta ár til að ná meiri sátt (Forseti hringir.) um þetta mál.