149. löggjafarþing — 40. fundur,  3. des. 2018.

veiðigjald.

144. mál
[16:57]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Þessi tillaga er dæmi um það þegar einhverjum hv. þingmönnum dettur í hug að leggja fram hér tillögu, sem hljómar ágætlega, gæti jafnvel hjálpað mönnum að afla fylgis, en er algjörlega ófullburða og hefur ekki verið útfærð eða hugsuð með neinum hætti, enda kemur hér fram að síðan eigi að fela ráðherra byggðamála að semja frumvarp um þann sjóð sem hér er lagt til að komið verði á fót þar sem engin lög gilda um hann. Flutningsmenn hafa ekki einu sinni burði til þess að útfæra tillöguna.

Hvers konar sjóður er þetta? Hvernig verður úthlutað úr honum? Hverjir fá úthlutað og af hverju? Og hversu mikið verður það gert og með hvaða hætti?

Það er eiginlega alveg furðulegt að við skulum vera að greiða atkvæði um tillögu af þessu tagi og minnir pínulítið á gamla daga (Forseti hringir.) þegar stjórnmálamenn létu sig dreyma um marga fallega, stóra og feita millifærslusjóði.