149. löggjafarþing — 43. fundur,  7. des. 2018.

Bankasýsla ríkisins.

412. mál
[15:37]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, ég tel að það megi svo sem til sanns vegar færa að þetta sé eins og pólitísk markmiðssetning. En gallinn á ákvæðinu eins og það er í gildandi lögum er að þar er ákveðið tímamark og það var, hvað eigum við að segja, ákveðinn ómöguleiki uppi sem birtist í því að komið hafi verið á fót stofnun sem átti að klára ákveðið verkefni innan fimm ára en síðan fékk stofnunin aldrei verkefnið til að klára það. Það var engin samstaða um að ráðast í sölu bankanna eða losa um eignarhaldið og þar með gat stofnunin ekki lokið verkefninu innan tímans.