149. löggjafarþing — 44. fundur,  10. des. 2018.

áfangastaðaáætlanir fyrir landshlutana.

406. mál
[17:51]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur fyrir að vekja máls á þessu máli. Ferðaþjónusta og ferðamenn hafa eiginlega á undraverðum stuttum tíma orðið að mjög veigamiklu viðfangsefni í íslensku samfélagi og er gríðarlega mikilvægt að það takist vel til. Ég vil segja að þessar áfangastaðaáætlanir og síðan álagsmat á getu samfélagsins og náttúruna til þess að taka á móti öllum ferðamönnunum skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta þarf að vinna saman og það þarf að huga að því að við getum nýtt landið, að ferðamenn geti notið þess. Við verðum að geta stýrt þessu álagi (Forseti hringir.) og til þess eru tól og tæki sem við eigum að skoða með opnum huga.