149. löggjafarþing — 45. fundur,  10. des. 2018.

heilbrigðisþjónusta o.fl.

185. mál
[22:28]
Horfa

Frsm. minni hluta velfn. (Halldóra Mogensen) (P) (andsvar):

Forseti. Ég biðst afsökunar á því að vera að fara í andsvör svona seint að kvöldi. Hv. þingmaður minntist á það í ræðu sinni að þetta frumvarp væri hugsað til þess að skapa úrræði fyrir þá einstaklinga sem hafa engin önnur úrræði sem þeir geta nýtt sér. Þá langar mig að spyrja hv. þingmann hvort hann telji að raunveruleg þörf væri fyrir þetta úrræði ef við værum ekki með þennan kvóta á notendastýrðri persónulegri aðstoð.