149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi.

221. mál
[11:09]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér er verið að fjalla um breytingar á lögum um útlendinga vegna Schengen-upplýsingakerfisins fyrst og fremst. Þarna eru nokkur atriði sem orka mjög tvímælis og eru þess eðlis að ætla má að réttarstaða þeirra sem um er fjallað í þessu kerfi versni eða að tillögurnar séu í öllu falli alls ekki til þess að bæta hana.

Þess vegna verðum við hjá Viðreisn á gulu í þessu máli.