149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

77. mál
[14:49]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er á sömu nótum en vil bæta við að almennt séð er þarna verið að fá heimild til þess að safna persónuupplýsingum um þá sem greiða meðlag og fleiri. Þá er í rauninni komin heimild til þess að safna persónuupplýsingum um alla sem þar eiga hlut að máli, óháð því hvort þeir samþykkja það eða ekki.

Ekki var farið nógu vel yfir það álitamál hvort almennu persónuverndarlögin stoppuðu þetta þó að þar sé tekið fram að einungis megi safna persónuupplýsingum ef ástæða er fyrir því. En þetta er samt heimild til að safna upplýsingum, t.d. um þá sem greiða meðlag í því tilviki. Það er ákveðin víxlverkun þarna á milli sem ekki var nógu vel útskýrð. Þess vegna styðjum við Píratar þessa breytingartillögu en sitjum annars hjá í öðrum atriðum.