149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

77. mál
[14:51]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vildi koma hér upp og segja að farið var mjög vel yfir þetta mál í nefndinni. Ítrekað var haft samráð bæði við Persónuvernd og þá aðila sem vinna með þær persónuupplýsingar sem þarna um ræðir. Þessi heimild er til staðar í lögunum í dag. Hún er til þess að innheimtustofnanir sem eiga að vinna með þessar upplýsingar séu ekki að búa til óþarfaskuldir á þá einstaklinga sem um ræðir, sem er mismunandi erfitt að ná til og annað slíkt, án þess að ég fari dýpra í það. Þarna mun vinnslan vera til ívilnunar fyrir þá sem þarna er um að ræða, eða laga sig að aðstæðum þeirra. Var farið vel yfir það í nefndinni. Þess vegna mun ég standa með áliti meiri hlutans óbreyttu.