149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

landgræðsla.

232. mál
[15:01]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Landgræðsla er einn mikilvægasti þáttur landbóta og kolefnisjöfnunar og hana þarf að stórefla, eins og við vitum öll. Það var því mikilvægt að bæta og breyta þessum gömlu lögum, 50 ára gömlu lögum, og nú hefur það tekist eftir fimm ára langan feril, en auðvitað verður betur að gert síðar.

Ég ætla að nota tækifærið og þakka samstarfsfólki mínu í hv. umhverfis- og samgöngunefnd fyrir samvinnuna og samstöðuna við nefndarstörfin og hvet alla þingmenn til að styðja frumvarpið í lokaafgreiðslu.