149. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:08]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa tvö bréf frá umhverfis- og auðlindaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 442, um fjölda starfsmanna sem vinna við gerð lagafrumvarpa, frá Karli Gauta Hjaltasyni, og á þskj. 505, um útgáfu á ársskýrslum, frá Óla Birni Kárasyni.

Einnig hefur borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 573, um kærur og málsmeðferðartíma, frá Birni Leví Gunnarssyni.