149. löggjafarþing — 52. fundur,  14. des. 2018.

stuðningur við útgáfu bóka á íslensku.

176. mál
[16:01]
Horfa

Snæbjörn Brynjarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég hef verulegar áhyggjur af því að þetta frumvarp muni valda kjaraskerðingum meðal rithöfunda. Margir þeirra hafa þannig samning við bókaútgáfu sína að þeir fá borgað hlutfall af heildsöluverði og ef heildsöluverðið lækkar bera þeir svo sannarlega minna úr býtum. Ef eitthvað hefði verið gert til að koma til móts við höfunda með einhverju móti, eins og að setja fleiri mánuði í listamannalaun eða jafnvel hækka þau væri annað hljóð í mér núna, en eins og er finnst mér þetta bara alls ekki nógu gott.