149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

vinnuálag lækna.

[13:45]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil geta þess í svari mínu að í vikunni mun ég senda bréf til allra heilbrigðisstofnana á landinu og óska eftir viðbrögðum við tilteknum tillögum og hugmyndum sem lúta að því að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga, og af sjálfu leiðir sjúkraliða. Þær tillögur lúta að almennum starfskjörum, ef svo má að orði komast, þ.e. því sem er fyrir utan hefðbundna kjarasamninga og snýst um sveigjanleika í starfsumhverfinu, vaktaálag o.s.frv. Ég deili þeim áhyggjum sem koma fram í máli hv. þingmanns og tel að stytting vinnuvikunnar sé stórt lýðheilsumál. Ég held að við eigum öll að stefna þangað, ekki aðeins fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar heldur fyrir þjóðina alla.

Ég vil líka geta þess að það er auðvitað sérstakt álag sem læknar búa við sem vinna mikið í hlutastörfum. Það er væntanlega eitthvað sem kemur betur fram þegar gögn liggja fyrir í heild um ástæður þess álags (Forseti hringir.) sem hv. þingmaður bendir á í fyrirspurn sinni. Væntanlega fáum við skýrari svör við því.