149. löggjafarþing — 55. fundur,  22. jan. 2019.

fjarheilbrigðisþjónusta.

[13:51]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég fer með þessar upplýsingar með mér í ráðuneytið og við förum yfir þær. Varðandi stefnumótunina, af því að hv. þingmaður talar um hana, vísa ég til þeirrar skýrslu sem ég nefndi áðan. Ég held að það sé full ástæða til að benda hv. þingmanni á skýrsluna, hún liggur væntanlega fyrir á heimasíðu ráðuneytisins.

En af því að hv. þingmaður spyr sérstaklega um hvatann til að nýta þjónustuna, þá gerum við ráð fyrir því samkvæmt drögum að heilbrigðisstefnu að ríkið sem kaupandi þjónustunnar hafi um það hugmyndir hvaða þjónustu við viljum kaupa. Það gildir auðvitað um fjarheilbrigðisþjónustu eins og aðra þjónustu. Og ef við ætlum að standa undir nafni varðandi heilbrigðisþjónustu sem fólk getur nýtt sér, ekki bara óháð efnahag heldur líka óháð búsetu, hljótum við að byggja hvata af því tagi inn í það kerfi.