149. löggjafarþing — 57. fundur,  24. jan. 2019.

sala fullnustuíbúða Íbúðalánasjóðs.

[10:42]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Mér þætti vænt um að fá ábendingar um hvar ég sneri út úr fyrir hæstv. ráðherra. En í því svari sem barst í gær segir:

„Persónuvernd myndi þurfa að veita sérstakt álit til Alþingis um opinbera birtingu upplýsinganna, óskaði þingið þess. Ekki liggur því fyrir álit stofnunarinnar um opinbera birtingu upplýsinganna, en fyrir liggur að afhendi ráðherra upplýsingarnar muni Alþingi birta þær opinberlega án tafar.“

Það er rétt. Og nú fer ég fram á það sem fulltrúi Alþingis, ég er 1/63 af Alþingi, að þessi gögn verði afhent mér og ég skal sannarlega taka afstöðu til þess hvort þessar upplýsingar verði birtar opinberlega. Ég vænti þess að ef ráðherra meinar það sem hann segir án útúrsnúninga beiti hann sér fyrir því að þessar upplýsingar verði mér sendar í pósthólfið á Alþingi í fyrramálið þannig að ég geti hafist handa við að birta þessi gögn.