149. löggjafarþing — 60. fundur,  31. jan. 2019.

persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga.

495. mál
[16:09]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þessar ábendingar sem ég get svarað vegna þess að þær tengjast ekki persónuverndarlögunum beint heldur vinnslu málsins. Mér er kunnugt um að þessi umsögn hefur borist frá Persónuvernd og ráðuneytið fékk hana. Hún barst beint til ráðuneytisins en Persónuvernd setti hana ekki beint inn í samráðsgáttina. Að því er ég best veit valda einhverjir tæknilegir örðugleikar því að ráðuneytið getur ekki sett hana beint inn í samráðsgáttina. Það er minnsta mál að senda velferðarnefnd þessa umsögn eða kalla eftir henni beint frá Persónuvernd. Ég get líka afhent þingmanninum hana fyrir fram strax að lokinni þessari umræðu.