149. löggjafarþing — 63. fundur,  6. feb. 2019.

lengd þingfundar.

[15:07]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég ætla bæði að verja hv. þingforseta en líka gagnrýna hann. Það stóð ekki til að það yrði atkvæðagreiðsla nema að því leyti til að ítrekað höfum við Píratar nefnt við þingforseta, og náð samningum við hann um það, að ekki verði um ætlað samþykki að ræða hjá Pírötum. Við verðum að fá þetta skriflegt. Við fengum það ekki í þetta skipti. Þetta verður áfram svona ef þingforseti stendur ekki við að tryggja skriflegt samþykki við þingflokk Pírata um svona mál. Þá er þetta ekkert vandamál, þá höfum við þetta skriflegt og ekki þarf að hlaupa í atkvæðagreiðslur eins og við lendum í núna. Ég segi þetta til að öllum þingmönnum sé ljóst hvar ábyrgðin liggur í þessu máli.