149. löggjafarþing — 63. fundur,  6. feb. 2019.

lengd þingfundar.

[15:08]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Varðandi það að til óvæntrar atkvæðagreiðslu komi í upphafi fundar er það alvanalegt að lesnar séu upp tilkynningar, þar á meðal tillögur frá forseta sem hann hefur ástæðu til að ætla að ekki sé hreyft andmælum við. Sé það hins vegar gert eða óskað eftir atkvæðagreiðslu fer hún fram þegar um hana er beðið. Öðruvísi er tæplega hægt að hafa þetta.

Forseti vekur athygli hv. þingmanna á því að það er ákaflega heppilegt að menn séu mættir til fundar þegar hann hefst og er boðaður á tilteknum tíma. Hefur lengi legið fyrir að hér myndi hefjast fundur kl. 15 að afloknum þingflokksfundum.

Verður þetta mál þá ekki rætt frekar.