149. löggjafarþing — 63. fundur,  6. feb. 2019.

fimm ára samgönguáætlun 2019--2023.

172. mál
[16:10]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er mjög mikilvægt atriði því að ef niðurstaða fæst ekki í þessa veggjaldaáætlun, sem ég veit ekkert hvort tekst — þetta er dálítið umdeilt mál og þetta er eini valmöguleikinn sem er í boði hérna — verða óhjákvæmilega tafir á öllum þeim áætlunum sem eru hér í gangi. Þá erum við einmitt föst með þessa samgönguáætlun sem við erum að skoða og afgreiða hér á þingi núna, með þessari augljóslega röngu forgangsröðun þar sem brýnustu verkefni með tilliti til öryggis og umferðarþunga eru bara varla á áætluninni. Það finnst mér rosalega alvarlegt og mér þætti áhugavert að heyra hvernig framhaldið verður.