149. löggjafarþing — 66. fundur,  18. feb. 2019.

valkvæður viðauki við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

367. mál
[17:00]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Valkvæði viðaukinn er inni að kröfu hagsmunasamtaka fatlaðra. Þau vilja fá þetta inn, þau vilja fá hann staðfestan. Það er enn þá í gangi og nýlegir dómar fallnir sem kveða á um að ekki sé hægt að fara að lögum um aðgengi vegna þess að ekki er búið að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra. Ég segi fyrir mitt leyti: Hvers vegna ósköpunum? Þetta er síðan 2016 og reynt er að gera lítið úr þessu. Hvers vegna í ósköpunum er alltaf verið að þæfa mál sem varða öryrkja, þæfa þau þannig að allt verði einhvern veginn flókið, vonlaust?

Við eigum að fara að hugsa málið upp á nýtt og reyna að sjá til þess að réttindi þeirra sem eru vörðuð í samningi Sameinuðu þjóðanna um fatlað fólk, að þeir samningar séu bara lögfestir og að gengið sé frá viðaukum og öllu. Það er vilji þingsins. Þess vegna er alveg óskiljanlegt að það skuli vera svona rosalega flókið.