149. löggjafarþing — 69. fundur,  21. feb. 2019.

skattbreytingatillögur í tengslum við kjarasamninga.

[11:06]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Þetta er aðeins að breytast í þessa klassísku umræðu þar sem menn vilja að kjaraviðræður fari að hluta til fram í þingsal og jafnan er það svo að menn fella dóma um ríkisstjórnina og frammistöðu hennar og hvort hún hafi verið að hlusta eða ekki að hlusta.

Hv. þingmaður hefur komist að því að ríkisstjórnin hafi ekki verið að hlusta. En getur verið að þeir sem sátu hinum megin við borðið hafi ekki verið að hlusta, að væntingar þeirra hafi verið úr öllum takti miðað við það sem sagt var, þær upplýsingar sem hafa verið birtar? Hvað á maður annað að segja þegar menn hafa haft væntingar um að ríkið myndi lækka skatta um 20.000 kr. á 325.000 kr. laun en ríkið hefur ekki 20.000 kr. í tekjuskatt? Hvað á maður annað að segja en að menn skilji ekki hvernig kerfin virka og misskilji það hvað ríkið getur boðið þeim sem eru þar staddir í launastiganum? Og hversu merkilegt er það í raun (Forseti hringir.) þegar það eru sveitarfélögin sem taka um 80% af staðgreiðslusköttum þessa fólks að þau skuli vera handan línunnar sem áhorfendur að öllu þessu?