149. löggjafarþing — 69. fundur,  21. feb. 2019.

réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

45. mál
[11:12]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Hæstv. forseti. Þetta er kannski ekki stórt skref sem við erum að afgreiða hér en það er mikilvægt og það er að mínu mati táknrænt fyrir aðeins frjálsara, opnara og nútímalegra Ísland.

Við skulum hafa það í huga að Ísland sker sig þarna úr meðal norrænna ríkja. Ég tel æskilegt að við reynum að horfa til norrænu ríkjanna í margvíslegu tilliti, m.a. þegar kemur að því fyrir hverja störf eru aðgengileg hjá ríkisvaldinu hverju sinni. Í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi geta menn fengið störf sem hafa tilskilin atvinnuleyfi, ekki er litið til þjóðernis. Með þessu skrefi erum við að stíga í átt að því sem norrænu ríkin hafa á þessum málum. Þetta er gott skref. Þess vegna segi ég já.