149. löggjafarþing — 69. fundur,  21. feb. 2019.

helgidagafriður og 40 stunda vinnuvika.

549. mál
[12:35]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það kann vel að vera að hér sé verið að splæsa óheyrilega miklu í vernd helgihalds með því að hafa sérstök lög um það. Ég tel þó að svo komnu máli ekki ástæðu til að afnema þetta eða færa þetta inn í almenn hegningarlög sem það ætti kannski frekar að heyra undir en lög um þjóðkirkjuna.

Við viljum standa vörð um rétt manna til að sinna sinni trú og svo sem hvaða trú sem það er og allsherjarreglu í tengslum við það. Mér finnst það a.m.k. útfærsluatriði hvort menn splæsi hér í löggjöf sem tryggi frið um helgihald. Ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé tímabært eða eðlilegt að gera það með þessum hætti og kannski yrði það líka flóknara útfærsluatriði í ljósi tengsla ríkis og kirkju og ákvæða í stjórnarskrá þar að lútandi.