149. löggjafarþing — 69. fundur,  21. feb. 2019.

helgidagafriður og 40 stunda vinnuvika.

549. mál
[14:04]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir það, og þetta var það sem ég var að reyna að koma frá mér, að mér er alveg sama hvort þetta grunngólf sé í vinnuverndarlöggjöf eða í lögum um 40 stunda vinnuviku eða í öðrum lögum. Kannski aðeins til hliðar: Það er aðeins verið að ræða um grisjun laga og að gera þau einföld og skilvirk þannig að þau séu aðgengileg. Ég spyr því hvort hv. þingmaður hafi ekki skoðað frumvarp Pírata um brottfall laga, 208 laga sem eru orðin tóm og við værum til í að stroka út. Ég spyr hvort ekki væri ráð að drífa það í gegn.