149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[18:35]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fram kom í ræðu hv. þingmanns að eftirgjöfin frá miðju ári 2016 gagnvart vogunarsjóðum virðist mögulega hafa kostað okkur töluvert meira en þær tölur sem við nefnum. Ég held að mikilvægt sé að heyra frá þingmanni hvort við séum á sama stað þegar kemur að því að gagnrýni okkar felst fyrst og fremst í því að menn hafa ekki staðið í lappirnar og fylgt þeirri áætlun sem lagt var upp með og samþykkt 2015, minnir mig, til að klára þetta mál sómasamlega.

Það skiptir mjög miklu máli fyrir trúverðugleika okkar að við getum farið út og sagt — og ég mun koma inn á það í ræðu á eftir: Við ákváðum að fara þessa leið fyrir land og þjóð og ætlum ekki að hvika frá henni.

Er það merki um ístöðuleysi þegar menn gefa svo eftir gagnvart þeim sem eru þolinmóðari en við?