149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[19:25]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni fyrir góða ræðu. Þingmaðurinn fór yfir sviðið í sögulegu samhengi og vitnaði í greinar sem skrifaðar hafa verið á þessu tímabili. Eins vitnaði þingmaðurinn í þann tíma þegar hann sat í utanríkisráðuneytinu og talaði um að það hefði vakið athygli hvað við hefðum sýnt mikla staðfestu sem þjóð, stjórnmálamenn, á þessum tíma.

Þingmaðurinn talaði líka um plan, neyðarlögin, fjármagnshöftin og svo það sem gerðist og síðan þegar þingmaðurinn sat í ríkisstjórn þegar gert var plan um losun fjármagnshafta og síðan lagt af stað með það. Svo urðu ráðherraskipti vorið 2016 og þá um sumarið var tekin U-beygja. Getur þingmaðurinn sagt okkur hvers vegna planinu, sem var virkilega vel gert og flott, var ekki haldið áfram? Eins langar mig að spyrja þingmanninn út í það sem nú er í gangi, þ.e. þessa eftirgjöf Seðlabankans, hvað hún gæti kostað þjóðina.