149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[22:24]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Nú berst okkur sem hér erum í salnum, Miðflokksfólki sem hér situr, það til eyrna að ástæða þess að þingmenn annarra flokka taki ekki þátt í umræðunni sé til að tefja hana ekki. Það er auðvitað alveg kostulegt rugl að halda svona löguðu fram þegar samanlagt tveir þingmenn stjórnarflokkanna, hæstv. fjármálaráðherra annars vegar og framsögumaður nefndarálits hins vegar, hafa haldið sitthvora ræðuna og aðrir hv. þingmenn halda því síðan fram að þeir vilji ekki taka þátt í þessari umræðu til að tefja hana ekki. Persónulega held ég að það myndi stytta umræðuna mikið ef þingmenn annarra flokka tækju þátt í umræðunni og sérstaklega ef þingmenn stjórnarflokkanna létu svo lítið að taka þátt í henni.

Mig langar að spyrja hv. þm. Þorstein Sæmundsson hvort hann deili þeirri skoðun með mér að það myndi mögulega stytta umræðuna ef (Forseti hringir.) þingmenn annarra flokka tækju þátt í henni og við fengjum kannski einhvern botn í og svör við þessum spurningum sem við höfum lagt fram hér í kvöld.