149. löggjafarþing — 70. fundur,  26. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[22:30]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir þetta svar. Það hefur vissulega verið þannig að allt hefur verið gert til þess að koma þessu máli í gegn hratt og örugglega. Það er nokkuð merkilegt að það eigi að slá svo mikið af kröfunum að maður geti eiginlega haldið því fram að um sé að ræða ákveðna uppgjöf stjórnvalda gagnvart þessum vogunarsjóðum. Þetta er merkileg staða því að við erum með hópa sem bíða eftir leiðréttingu, og ég nefni sérstaklega þá hópa sem búa við krónu á móti krónu skerðingu. Ég vil athuga hvort hv. þingmaður sé mér ekki sammála um það.