149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[17:08]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég held að það hafi verið gert of mikið af því undanfarin 10–11 ár að tala eigin stöðu niður. Ég veit ekki hvort það var einhver stemning í kjölfar bankahrunsins sem orsakaði það að við þurftum að vera sérstaklega lítil í okkur um hríð. Ég held að af því hafi hlotist mikið tjón. Það hefur þurft að setja mikla orku í að endurvinna þá stöðu sem menn gáfu að óþörfu eftir og ég held að þetta sé mögulega ein af þeim stöðum sem menn eru að gefa frá sér sem er að raungerast í þessu frumvarpi. Mér finnst það mjög miður.