149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[19:02]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við sitjum a.m.k. uppi með ríkisstjórn sem hefur ekki dug og þor til að ganga fram með þeim hætti sem á að gera í þessu máli. Það á ekkert að gefa eftir. Það á að halda sig við upprunalegu áætlunina. Það varðar m.a. trúverðugleika okkar út á við og það er engin ástæða til að verðlauna þessa sjóði sem gerðu allt til þess að grafa undan íslenskum stjórnvöldum og, eins og ég hef áður nefnt úr þessum ræðustól, reyndu að hafa áhrif á kosningar, sem er með ólíkindum.

Þá er nokkuð ljóst í mínum huga að hér er ríkisstjórn sem hefur ekki kjark til þess að horfast í augu við þessa sjóði eins og á að gera. Þeir ganga að sjálfsögðu á lagið með þetta og koma svo til með að standa uppi sem sigurvegarar, sem þeir hafa gert verði þetta frumvarp að lögum.