149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[19:22]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil biðja þingmanninn afsökunar. Ég þurfti aðeins að stíga til hliðar þannig að ég missti af smákafla í ræðu hans. Það er vitanlega mikilvægt að við höldum okkur við það að setja fremst í röðina að fá sem mest út úr þeim eignum eða út úr þeirri stöðu sem við erum með. Til þess ber okkur að nota þær aðferðir sem við höfum. Við höfum sýnt fram á það og fært fyrir því rök að til þess höfum við fullar heimildir. Ef menn velja aðrar leiðir og telja að það sé betra finnst mér að það þurfi að útskýra betur en með því að segja bara að þetta sé það besta, að þetta sé allt í lagi vegna þess að við höfum það svo gott. Það dugir ekki ef við erum að láta ákveðna fjármuni fara frá okkur sem margt bendir til að verið sé að gera af því að menn hafa ekki haldið sig við það plan sem lagt var af stað með í upphafi.