149. löggjafarþing — 71. fundur,  27. feb. 2019.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum og gjaldeyrismál.

486. mál
[19:28]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er margt skrýtið við það hvernig haldið hefur verið á þessu máli. Það er sérstaklega áhugavert auðvitað að setja það í samhengi við mál sem ríkisstjórnin flutti í maí 2016 þegar komið var með mál í skyndi. En þá snerist það um að setja, eins og það var orðað í fyrirsögn í Fréttablaðinu, aflandskrónueigendum afarkosti.

Nú, tveimur árum seinna, þegar blikur eru á lofti í efnahagslífinu og horfur að mörgu leyti ekki eins góðar og 2016, er því haldið fram, og notað sem rök fyrir tímasetningu málsins, að ekki séu lengur aðstæður til að gera það sem knýjandi þörf var fyrir þegar aðstæður í efnahagslífi voru betri en núna. Finnst hv. þingmanni þetta ganga upp?