149. löggjafarþing — 73. fundur,  1. mars 2019.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

86. mál
[14:37]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið sem þó kom ekki af því að staðan er sú að miðstöð sjúkraflugs í dag er á Akureyri og hv. þingmaður er að leggja það til að Alþingi samþykki að bera fram eftirfarandi spurningu við þjóðina: Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands-, kennslu- og sjúkraflugs — miðstöð sjúkraflugs — verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?

Nú er það svo að miðstöð sjúkraflugs er ekki í Reykjavík. Miðstöðin er á Akureyri. Er hv. þingmaður að óska eftir því að landsmenn kjósi að miðstöð sjúkraflugs á Íslandi færist frá Akureyri til Reykjavíkur? Það er bara spurningin.