149. löggjafarþing — 73. fundur,  1. mars 2019.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

86. mál
[15:12]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Fyrst ætla ég að nefna þetta með þjóðarsjúkrahúsið. Ég var í raun að gefa hv. þingmanni von í lífinu, vegna þess að þó að við byggjum þetta nauðsynlega þjóðarsjúkrahús, sem við erum að gera núna, getum við alveg ráðist í staðarval innan nokkurra ára. Við munum þurfa að huga að nýju þjóðarsjúkrahúsi mjög fljótt vegna þess hvernig hlutirnir eru.

Ég sagði einmitt, hv. þingmaður, að ég byggði þetta ekki bara á innsæi heldur á þekkingu, reynslu annarra o.s.frv. Og ég hugsa ekki þá hugsun til enda hvort önnur lausn finnist. Hraðlest úr Reykjanesbæ myndi auðvitað gjörbreyta þeim kosti frá því sem hann er í dag.

Ég hef horft á Rögnuskýrsluna, já, hv. þingmaður, og ég staldra við Hvassahraunið, finnst það spennandi kostur. Ég held að við ættum að gefa því meiri gaum og á meðan eiga allir að vera nokkuð jákvæðir og einbeittir í því að vinna saman að málinu.