149. löggjafarþing — 73. fundur,  1. mars 2019.

þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

86. mál
[15:18]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Auðvitað búum við í landi sem er gríðarlega landstórt og fámennt og þess vegna þurftum við til þess að geta haldið uppi öllum hinum frábæru stofnunum okkar, háskóla, spítala, menningarstofnunum, að sameina kraftana. Við erum í rauninni í svipaðri stöðu og fjögur, fimm önnur stór lönd í heiminum, Kúveit, Panama, Djíbútí og Mongólía. Ég held að allir þingmenn hér inni séu sammála um að það þurfi að geta komið fólki á milli og mér finnst ánægjulegt hvað er víðtæk samstaða um að skoða möguleikann á skosku leiðinni.

Það er alveg rétt að það eru ríkari hagsmunir af því að landsmenn allir hafi aðgengi að Reykjavík en Blönduósi. Um það erum við hv. þingmaður sammála. En það þarf þá a.m.k. að byrja á því að gera einhvers konar höfuðborgarsamning og ræða þá hluti og vera sammála um það (Forseti hringir.) og/eða breyta þeim lögum áður en við leggjum fram svona galna þingsályktunartillögu.