149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[18:24]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Er það þá ekki einhvern veginn rétt skilið hjá mér að málið snúist kannski ekki einvörðungu um heilsufarsmálefni heldur sé þetta að einhverju leyti þjóðfélagslegt og menningarlegt úrlausnarefni, þ.e. að lotudrykkja um helgar, eins og tíðkaðist hér þegar ég var ungur að minnsta kosti, var stórkostlegt þjóðfélagslegt böl og leiddi af sér alveg ómældar hörmungar yfir margar fjölskyldur. Hvort sú drykkja hafi ekki félagslega og menningarlega verið miklu óæskilegri en sú hófdrykkja sem þó er stunduð og ég er sammála hv. þingmanni um að verður að vera í miklu hófi.