149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[19:00]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það vill nú svo til að sá sem hér stendur býr úti á landi (Gripið fram í: Þekkir þú þetta?) og þekkir þetta ágætlega. Ég held ég viti um hvaða stað í Norðausturkjördæmi þú ert að ræða. Þessar áfengisverslanir eru mjög víða og aðgengi manna hefur hingað til verið alveg nægjanlegt. Ég velti því mikið fyrir mér þegar menn leggja fram svona frumvarp og segja í öðru orðinu að aukið aðgengi auki ekki vandamálin, en leggja til í sama frumvarpi og í greinargerð að auka endilega fé til forvarna ef frumvarpið verður að lögum.

(Forseti (ÞorS): Forseti beinir því til þingmanna að beina orðum sínum til forseta og/eða nefna hv. þingmenn með nafni.)