149. löggjafarþing — 82. fundur,  21. mars 2019.

taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður.

710. mál
[14:31]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka ráðherra svarið. Við horfum hér á þessi mál bæði í bráð og lengd og ég var kannski að spyrja um hið síðarnefnda ekki síst. En í bráð langar mig til að spyrja ráðherra um þann aukna kostnað sem fellur á hið opinbera vegna þessarar starfsemi, til að mynda hjá Matvælastofnun sem er falið mjög mikilvægt og hugsanlega viðamikið eftirlitshlutverk af stjórnsýslutagi. Ég leyfi mér að segja að það mátti skilja á forstjóra stofnunarinnar á fundi atvinnuveganefndar að þar á bæ sæju menn fyrir sér jafnvel umtalsverðan kostnað vegna þessa. Er gert ráð fyrir því, hæstv. ráðherra, að atvinnugreinin standi undir þessum kostnaði?