149. löggjafarþing — 83. fundur,  25. mars 2019.

ferðaþjónustan og hækkun lægstu launa.

[15:30]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ef svigrúmið gengur ekki, þ.e. ef þessar krónutöluhækkanir ganga upp allan stigann, skila þær krónur sér ekki til að hækka þá lægst launuðu sem er einmitt það sem er verið að kalla eftir af verkalýðshreyfingunni á Íslandi í dag og er það sem er talað um að þurfi að gera þegar kemur að framtíðinni og skattamálum, þegar kemur að heildarendurskoðun skattkerfisins fyrir 21. öldina, eins og The Economist hefur fjallað um í leiðaragrein og Financial Times hefur talað um það líka. Þetta er það sem er verið að kalla eftir. Hvers vegna? Jú, vegna þess að það er svo mikill þrýstingur af nýju tæknibyltingunni, fjórðu iðnbyltingunni, á að laun færist á milli. Eins og það hefur verið hefur millitekjufólk og lágtekjufólk setið eftir, hátekjurnar fara upp, það verður meiri arður af fjármagninu. Allt þetta eykur ójöfnuð sem er búinn að vera viðvarandi síðustu áratugi. Þess vegna er þetta ekki bara gott fyrir okkur núna í þessum kjaradeilum heldur líka inn í framtíðina. Við verðum að geta séð þetta. Ég vona að hæstv. fjármálaráðherra fari að sjá þetta. Og hann hefur svigrúm af því að hann hefur völdin.

Í húsnæðismálum er búið að leggja fram góðar tillögur sem verkalýðshreyfingin (Forseti hringir.) er ánægð með. Forsætisráðherra er búinn að eiga samtalið í langan tíma. Þetta strandar á því að lækka allverulega skattana á lægstu launin. Og ef það þarf til á að hækka jafnvel skatta á fjármagn eins og The Economist fjallar um, t.d. erfðatekjur.