149. löggjafarþing — 83. fundur,  25. mars 2019.

hvalir.

611. mál
[18:05]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Andri Thorsson) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svör sín sem ég tel að hafi verið nokkuð skýr við báðum spurningum. Ég spurði hann í fyrsta lagi hvort hann teldi þessar veiðar verjandi. Ég skildi hæstv. ráðherra svo að hann teldi svo ekki vera. Í öðru lagi spurði ég hann hvort hann teldi ástæðu til að skoða breytingar á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum þannig að hvalir féllu þar jafnframt undir. Ég skildi ráðherrann svo að hann féllist á það. Ég þakka hæstv. ráðherra svör sín og hef ekki meiru við þetta að bæta.