149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[15:20]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Við erum sammála um gildi laga um opinber fjármál, gagnvart áætlunargerð og að við séum að takast á við hreyfanlegt efnahagsumhverfi.

Varðandi síðan reglurnar í lögum um opinber fjármál og hvernig þau grunngildi og fjármálareglur sem við fylgjum er það auðvitað mjög mikilvægt þannig að það sé agi í fjármálastjórn þegar ríkisstjórn hverju sinni setur sér stefnu, að það sé agi og festa og ábyrgð þegar ákvarðanir eru teknar í kringum það. Við getum síðan hugleitt út frá hagfræðinni og fjármálastýringu hvort eigi að veita eitthvert svigrúm umfram það sem er í 10. gr. ef veruleg efnahagsleg skakkaföll verða, að geta breytt frá gildandi stefnu. Það þarf miklu meiri umræðu en við getum leyst hér.