149. löggjafarþing — 84. fundur,  26. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[15:45]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég heyri að hv. þingmaður er afskaplega ánægð með fjármálaáætlunina og stefnu ríkisstjórnarinnar, en hún byggir því miður á forsendum sem við vitum að standast ekki. Við vitum það. Við vitum að farþegafjölgunin verður önnur en gert var ráð fyrir. Við vitum að þegar hagspá verður endurskoðuð verður hún önnur og verri heldur en þessi áætlun byggist á. Þess vegna segi ég að við þær aðstæður, þegar þarf að fara að hreyfa til stærðir og skila samt sem áður 20 milljörðum í afgang, þá er stefnan farin að bíta. Þegar við vorum að vinna frumvarpið um opinber fjármál vorum við hv. þingmaður einmitt sammála um að óskynsamlegt væri að sníða svona þröngan ósveigjanlegan stakk. Hefur hv. þingmaður beitt sér innan stjórnarliðsins gegn (Forseti hringir.) þessari stefnu?