149. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[15:43]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Svona í blálokin kom ráðherra aðeins inn á það sem ég ætlaði að spyrja um næst, þ.e. hvort til séu einhverjar áætlanir um það hvernig verði brugðist við því og með hvaða hætti. Ég var nú að leita eftir því í fljótheitum áður en ég kom í ræðustól hvort mikið væri talað um sníkjudýrasjúkdóma. Það er eitthvað talað um þá, en það er sami vandinn þar, að með aukinni neyslu má gera ráð fyrir að hættan á sníkjudýrasmitun aukist, en sníkjudýrasjúkdómar af völdum neyslu kjötafurða eru nánast óþekktir á Íslandi. Það væri áhugavert að heyra hvort uppi eru einhverjar áætlanir um hvernig ætti að bregðast við (Forseti hringir.) mögulegum breytingum á því.