149. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[15:44]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, enn og aftur vísa ég bara í það sem þessir sérfræðingar leiðbeina okkur með, sem komu að vinnu frumvarpsins með okkur, sóttvarnalæknir og embættið og embætti yfirdýralæknis. Það er illt að áætla það sem við ekki þekkjum og við sjáum ágætisdæmi um það, t.d. varðandi umræðuna um sýklalyfjaónæmi, að við horfum fram til þess að Matvælastofnun birti upplýsingar. Fyrir hálfum mánuði höfðum við rætt um íslensk matvæli og búfénað á þann veg að hann væri sýklalyfjaónæmisfrír, sem er svo raunin að er ekki. Það sem við ekki þekkjum, við getum illa brugðist við því. Við erum að byggja upp varnir á ólíkum sviðum. Við treystum verulega mikið á að Matvælastofnun nái að (Forseti hringir.) byggja sig upp gagnvart þessu og efnum til samstarfs og (Forseti hringir.) sömuleiðis við Evrópusambandið við að halda uppi okkar ýtrustu vörnum á hvaða sviði svo sem það er.