149. löggjafarþing — 89. fundur,  8. apr. 2019.

varamenn taka þingsæti.

[15:12]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Borist hafa bréf frá Helgu Völu Helgadóttur, Gunnari Braga Sveinssyni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir, Rósu Björk Brynjólfsdóttur og Guðmundi Inga Kristinssyni um að þau geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Einnig hefur borist bréf frá formanni þingflokks Miðflokksins um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Þá hefur borist bréf frá starfandi formanni þingflokks Miðflokksins um að Bergþór Ólason geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni.

Eins og tilkynnt var um á vef Alþingis, fimmtudaginn 4. apríl, tók Páll Valur Björnsson, 1. varamaður á lista Samfylkingarinnar í Reykv. n., sæti á Alþingi sem varamaður.

Föstudaginn 5. apríl tóku Þorgrímur Sigmundsson, 1. varamaður á lista Miðflokksins í Norðaust., og Una María Óskarsdóttir, 1. varamaður á lista Miðflokksins í Suðvest., sæti á Alþingi sem varamenn.

Í dag, mánudaginn 8. apríl, taka sæti á Alþingi sem varamenn 1. varamaður á lista Pírata í Reykv. s., Olga Margrét Cilia, 1. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvest., Una Hildardóttir, 1. varamaður á lista Flokks fólksins í Suðvest., Jónína Björk Óskarsdóttir, og 1. varamaður á lista Miðflokksins í Norðvest., Jón Þór Þorvaldsson.

Þau hafa öll áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa á ný.