149. löggjafarþing — 89. fundur,  8. apr. 2019.

markmið í loftslagsmálum.

[15:48]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Nú vill svo til að ég held að flestir ráðherrar vilji fá að svara þessu þannig að þar er komið efni í margar spurningar á næstunni.

Mig langaði aðeins að bæta við fyrra svar og nefna líka að Ísland hefur lengi verið leiðandi á sviði landgræðslu í alþjóðlegu samstarfi og á alþjóðlegum vettvangi. Þar eigum við gríðarlega mikil tækifæri til þess að auka skilning á því hvernig nota megi endurheimt lands, landgræðslu og skógrækt, sem eitt af tækjunum til að ná tökum á loftslagsvánni.

Það er mjög mikilvægt að horfa til þess, líka vegna þess að þetta eru lausnir sem byggja á náttúrunni og nýtast fleiri markmiðum okkar en þessum.

Varðandi fríverslunarsamningana er það ekki eitthvað sem ég hef lagst yfir. En ég er, eins og hv. þingmaðurinn veit, tilbúinn til að skoða mjög margt þegar kemur að því að reyna að takast á við loftslagsmálin.