149. löggjafarþing — 89. fundur,  8. apr. 2019.

jöfnun orkukostnaðar.

562. mál
[16:31]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Líneik Önnu Sævarsdóttur fyrir þessa fyrirspurn. Hún er mjög mikilvæg. Sömuleiðis þakka ég hæstv. ráðherra fyrir svörin.

Við þekkjum að hitaveita er mikil lífsgæði og að ekki búa allir landsmenn við þau lífsgæði, því miður. Það eru 9% þjóðarinnar sem ekki búa við hitaveitu. En niðurgreiðsla ríkissjóðs til húshitunar er kostnaðarsöm aðgerð og er brýnt að efla rannsóknir við jarðhitaleit og fjölga þeim stöðum þar sem íbúar geta haft aðgang að hitaveitu.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra varðandi varmadælurnar, þ.e. að verið er að veita styrki til til kaupa (Forseti hringir.) og uppsetningar á varmadælum. Það er einhver misbrestur á skattalegum útfærslum á þessum (Forseti hringir.) styrkjum. Sumir hafa verið skattlagðir. Getur ráðherra upplýst hver (Forseti hringir.) staðan er varðandi skattlagningu á styrkjum til uppsetningar á varmadælum?