149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[15:35]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Takk fyrir það. Ég held að hv. þingmaður sé bara að hjakka í sama farinu. Ég er búinn að svara þessari fyrirspurn. Ég þekki þetta af eigin raun. Ég kyndi með rafmagni og hef reynt að skipta um söluaðila og það skiptir engu máli. Ég get ekki lækkað rafmagnsreikninginn. (ÓGunn: Og er það þriðja orkupakkanum að kenna?)Ég er að segja: Það er fyrsta orkupakkanum að kenna. Og þú ert að tala um að sé einhver aukin neytendavernd í þriðja orkupakkanum. Hvaða neytendavernd er það? (ÓGunn: Ég var að segja það.)

Þetta er fullkomlega gagnsætt nú þegar. Maður getur skipt um orkusala. Orkukaupandi getur skipt um. En það skiptir hann engu máli því að verðmunurinn er enginn. Þetta er nú öll markaðsvæðingin sem verið er að leggja hér til. Hún skiptir svo miklu máli.

Kjarni málsins er þessi: Við búum í landi þar sem raforka er ódýr og hún á að vera það áfram til heimilanna í landinu. En hún mun ekki verða það verði þessi orkupakki innleiddur. Það er alveg klárt.